Íþróttafélagið Akur var stofnað 7. desember 1974 og hét þá Íþróttafélag
fatlaðra á Akureyri eða ÍFA. Félagið var stofnað að frumkvæði Magnúsar
Ólafssonar sjúkraþjálfara Sjálfsbjargar á Bjargi og Jakobs Tryggvasonar
starfsmanns á Bjargi. Þeir fengu til liðst við sig Sigurð Magnússon
framkvæmdastjórar ÍSÍ við stofnun félagsins. Stofnfélagar voru 39 talsins
og var Stefán Árnason kjörinn fyrsti formaður þess. Aðrir í stjórn voru
Jakob Tryggvason varaformaður, Kristjana Einarsdóttir ritari, Ásgeir P
Ásgeirsson gjaldkeri og Tryggvi Sveinbjörnsson meðstjórnandi.
Félagið hóf æfingar í boccia, borðtennis, bogfimi, lyftingum og sundi og
var æft í Glerárskóla, Lundaskóla, Þelamerkurskóla og sundhöll
Akureyrar.
Í mars 1979 stóð ÍFA fyrir fyrsta Íslandsmótinu í boccia og borðtennis
fyrir fatlaða á Íslandi. Komu keppendur frá Reykjavík og
Vestmannaeyjum auk Akureyringa á mótið. Við höfum átt keppendur á
öllum Íslandsmótunum síðan og Íslandsmeistara á hverju ári. Allt frá
upphafi hafa keppendur frá Akri sótt flest íþróttamót fatlaðra hér á landi.
Fyrsta þátttaka okkar á stórmótum erlendis var 1980. Þá áttum við 2
keppendur á vetrarólympíuleikum í Geilo í Noregi og 3 keppendur á
sumarleikunum í Arnheim í Hollandi. Margir félagar okkar hafa síðan
tekið þátt í stórmótum í flestum heimsálfum, oft með góðum árangri og
komist á verðlaunapall.
Árið 1982 gekk Lionsklúbburinn Hængur til liðs við ÍFA og stóð fyrir
svokölluðu Hængsmóti en það hefur verið haldi árlega allar götur síðan
og er fastur liður í mótaþáttöku fjölda fatlaðra íþróttamanna af öllu
landinu. Hængsmenn hafa einnig stutt starf Akurs alla tíð síðan með
myndarlegum hætti bæði í formi fjárframlaga og vinnuframlagi.
Um miðjan níunda áratuginn fór iðkendum fækkandi hjá félaginu. Þá
kviknaði sú hugmynd að opna félagið öllum þ.e jafnt fötluðum iðkendum
sem ófötluðum. Var þessi breyting samþykkt á aðalfundi félagsins árið
1987 og var þá nafni félagsins jafnframt breytt og heitir það síðan
íþróttafélagið Akur.
og er fastur liður í mótaþáttöku fjölda fatlaðra íþróttamanna af öllu
landinu. Hængsmenn hafa einnig stutt starf Akurs alla tíð síðan með
myndarlegum hætti bæði í formi fjárframlaga og vinnuframlagi.
Þær greinar sem félagið stundar um þessar mundir eru boccia, bogfimi
og borðtennis og eigum við afreksmenn í nær öllum þessum greinum. Á
undaförnum misserum hefur orðið einna mestur vöxtur og uppgangur í
bogfimideildinni og er mjög gott starf unnið þar um þessar mundir.